Nú eru framkvæmdir við nýja ferjubryggju í Dalvíkurhöfn hafnar, en bryggjunni er ætlað að skapa viðunandi aðstöðu fyrir Grímseyjarferjuna Sæfara.Verkið er unnið samkvæmt samgönguáætlun og var boðið út á haustdögum og bárust sex tilboð frá verktakafyrirtækjum. Gengið var til samninga við lægstbjóðanda Isar ehf. (Stefán Guðjónsson og Árna Helgason). Isar bauðst til að vinna verkið fyrir kr. 44.420.300.- eða um 74% af kostnaðaráætlun verkkaupa sem var kr. 60.144.785.- Önnur tilboð voru um og yfir kostnaðaráætlun.
Á þessu ári er gert ráð fyrir að breikka smábátagarð í höfninni og að dýpkað verði í -5 metra, eða alls 6.200 m3., svo Sæfari geti athafnað sig á svæðinu. Rekið verður niður stálþil og verður viðlegukantur 42 metrar og skutaðstaða 17 metrar, en gert er ráð fyrir að hægt verði að aka um borð í Sæfara af nýjum ferjukanti. Byggt verður ljósa- og vatnshús og svæðið lýst upp. Gert er ráð fyrir að þessum framkvæmdum verðið lokið í sumar.
Á næsta ári er ráðgert að fara í lokaframkvæmdir, ganga frá bundnu slitlagi og bílastæðum og bílastæðum. Ætla má að þessi aðstaða verði til mikilla þæginda fyrir ferðamenn og alla notendur.
Dalvíkurbyggð þarf ekki að leggja í neinn kostnað vegna ferjubryggjunnar. Kostnaðurinn er alfarið á höndum ríkisins þar sem litið er svo á að ferjur og ferjuhafnir heyri undir vegakerfi landsin