Í gær var skrifað undir samkomulag um stofnun og uppbyggingu framhaldsskóla við utanverðan Eyjafjörð. Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra, Svanfríður Jónasdóttir oddviti Héraðsnefndar Eyjafjarðar og Þórir Kr. Þórisson bæjarstjóri Fjallabyggðar undirrituðu samninginn. Undirritunin fór fram í Tjarnarborg að viðstöddum 10. bekkingum frá Dalvík, Ólafsfirði og Siglufirði ásamt bæjarstjórum, bæjarfulltrúum og íbúum af Eyjafjarðarsvæðinu.
Búið er að skipa bygginganefnd og er áætlað að framkvæmdir við skólabyggingu í Ólafsfirði hefjist þegar á þessu ári. Þar sem byggingu skólans verður ekki lokið fyrr en árið 2010, er stefnt að því að menntamálaráuneytið semji við starfandi framhaldsskóla um að bjóða nám á framhaldsskólastigi frá hausti 2009 á Dalvík, Siglufirði og í Ólafsfirði, ef ásættanlegur fjöldi nemenda innritast.
Skólanefnd vegan framhaldsskóla við utanverðan Eyjafjörð verður skipuð fljótlega og auglýst verður eftir skólameistara í byrjun árs 2010.