Menntamálaráðuneytið hefur gefið út skýrslu um viðhorf íbúa Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar á framhaldsskóla við utanverðan Eyjafjörð sem hefði starfsstöð á Ólafsfirði. Í skýrslunni er tekið úrtak af fullorðnum og athugað viðhorf þeirra til menntamála og framhaldsskólans. Einnig er gerð könnun meðal allra nemenda 10. bekkjar í þessum tveimur sveitarfélögum. Afstaða fyrirtækja er einnig athuguð og þá með tilliti til samstarfs og afstöðu til málsins
Vinna er núna í stýrihópnum sem settur var á fót til að vinna að tillögu um framhaldskóla við utanverðan Eyjafjörð, þar sem afstaða er tekin til niðurstöðunnar sem fengin er úr skýrslunni. Frekari fréttir verða af málinu þegar stýrihópur hefur metið skýrsluna.
Hægt er að nálgast skýrsluna hér http://bella.mrn.stjr.is/utgafur/frhsk_vid_eyjafjord.pdf