18. mars 2008
Fræðsluráð leggur til að Gísli Bjarnason verði ráðinn skólastjóri Grunnskóla Dalvíkurbyggðar. Anna Baldvina Jóhannesdóttir mun láta af störfum sem skólastjóri í sumar. Átta sóttu um stöðuna. Á fundi fræðsluráðs 17. mars upplýsti sviðstjóri fræðslu- og menningarsviðs Dalvíkurbyggðar um viðtöl við umsækjendur sem Capacent ráðningar hafði umsjón með. Sviðstjóri lagði til að Gísli Bjarnason, aðstoðarskólastjóri, yrði ráðinn í stöðu skólastjóra. Fræðsluráð samþykkti tillögu sviðsstjóra samhljóða og vísaði henni til bæjarstjórnar til samþykktar.