Fræðslu- og menningarsvið Dalvíkurbyggðar óskar eftir að ráða leikskólastjóra í leikskólann Krílakot á Dalvík.
Umsóknarfrestur er til 24. október.
Upplýsingar og umsóknir á www.capacent.is
Leikskólinn Krílakot er 5 deilda leikskóli þar sem eru um 100 börn á aldrinum 9 mánaða til 6 ára og 28 starfsmenn. Leikskólinn er opinn frá 07:30-16:15 og er vistunartími barnanna allt frá fjórum tímum uppí 8,75 tíma.
Starfssvið
- Stjórn og ábyrgð á daglegri starfsemi, fjárhagi og rekstri.
- Fagleg forysta.
- Ráðningar og mannauðsstjórnun.
- Stuðla að framþróun í skólastarfi.
- Leiða samstarf starfsmanna, nemenda og heimila.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Leikskólamenntun skilyrði, framhaldsmenntun kostur.
- Þekking og reynsla af starfsemi leikskóla skilyrði.
- Menntun og/eða reynsla af stjórnun og rekstri æskileg.
- Stjórnunar og leiðtogahæfni.
- Frumkvæði og styrkur í ákvarðanatöku.
- Framsúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum.
- Skipulagshæfni og góð yfirsýn.
- Sjálfstæði í starfi og skipulögð vinnubrögð.