Fræðslu- og menningarsvið stendur fyrir fundi með foreldrum barna með annað móðurmál en íslensku nú á föstudaginn. Markmið fundarins er aukin upplýsingagjöf og samræða með áherslu á frístundir barna og mikilvægi þess að hlúa að móðurmáli hvers barns. Leitað var til helstu vinnustaða foreldranna um heimild fyrir þá til að sækja fundinn á vinnutíma. Þetta er fyrirtækin O. Jakobsen, Promens, Marúlfur og Samherji og tóku þau öll vel í þetta samstarf.
Hildur Ösp Gylfadóttir, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, segir að framlag fyrirtækjanna sé afar mikilvægt og er þakklát þeim fyrir samvinnuna. Að hennar mati er mikilvægt að fyrirtæki takist á við samfélagslega ábyrgð eins og raunin er hjá þessum fyrirtækjum og fjárfesti á þann hátt í mannauði sínum.