Forseti Íslands í heimsókn í dag

Forseti Íslands í heimsókn í dag

Í dag hefur forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, verið í óopinberri heimsókn í Dalvíkurbyggð. Heimsóknin byrjaði í Dalvíkurskóla í morgun þar sem nemendur skólans tóku á móti forsetanum í andyri skólans og sungu fyrir hann. Forsetinn spjallaði síðan við nemendurnar og svaraði spurningum í lokinn sem voru margar og æði fjölbreyttar. Nemendur færðu svo forsetanum gjöf. Að því loknu fóru nemendur til sinna kennslustofa og forsetinn skoðaði skólann og leit við í nokkrum kennslustofum.

 


Því næst lá leiðin upp á Krílakot en þar voru nemendur Krílakots og Leikbæjar samankomnir til að heilsa upp á forsetann sem gekk einn hring í leikskólanum og kynnti sér starfsemi hans. Börnin tóku vel á móti gestinum, sýndu honum teikningar og leikföng og færðu honum svo að lokum fagurlega skreytta bók sem þau höfðu gert sjálf.

Frá Krílakot lá leiðin niður í Ráðhús þar sem Svanfríður bæjarstjóri tók á móti forsetanum ásamt bæjarráði Dalvíkurbyggðar sem bauð honum á kaffifund í lok bæjarráðsfundarins. Síðan tók við heimsókn hjá Sölku fiskmiðlun og í Sparisjóð Svarfdæla. Þá var menningarhúsið skoðað í fylgd forsvarsmanna sparisjóðsins, arkitekts hússins og verktaka. Næst lá leið forsetans á Dalbæ, síðan í Promens Sæplast, Samherja og að lokum snæddi forsetinn fiskrétti með forsvarsmönnum fiskvinnslunnar í Dalvíkurbyggð, en Júlíus Júlíusson matreiddi úr hráefni frá fiskvinnslufyrirtækjunum. Jafnframt kynntu fiskvinnslumenn fyrirtæki sín og viðhorf til stöðunnar og hvað þeir sæju í næstu framtíð. Tónar voru bjartýnir, menn eru að efla starfsemina og vantar fólk í vinnu.

Lokaskilaboð forsetans voru þau að það væri mikilvægt að fólkið í landinu fengi að heyra meira af öllum þeim góðu hlutum og öllum þeim krafti sem hann verður víða vitni að, og þá ekki síst hér í Dalvíkurbyggð.

        

Margir vildu spyrja spurninga               Gjöf frá nemendum Dalvíkurskóla 

        

Nemendur ánægðir með að forsetinn    Forsetinn fékk að sjá eldflaug á
heldur með Manchester United             Krílakoti

       

Forsetinn fékk afhenta listilega vel skreytta bók á Krílakoti sem nemendur
höfðu útbúið sjálfir