Flóamarkaður

Félagsmálaráð Dalvíkurbyggðar hefur ákveðið að efna til flóamarkaðar í Ráðhúsinu á Dalvík. Þér er gefinn kostur á að gefa heil föt og nytjamuni, s.s. leikföng, stofustáss, gardínur og dúka sem ekki eru lengur not fyrir á þínu heimili og gefa þessum munum framhaldslíf. Spariföt eru sérstaklega vel þegin núna fyrir jólin. Þessi fatnaður og munir þurfa að vera heilir og hreinir.

Koma má dótinu í fundarherbergi á þriðju hæð Ráðhússins miðvikudaginn 3. des n.k. milli klukkan 16:00 og 20:00 Við viljum endilega minna fólk á að lyfta er komin í húsið.

Fimmtudaginn 4. desember og föstudaginn 5. desember verður svo markaðsstemmning á loftinu frá klukkan 16:00 – 19:00. Salan verður með því fyrirkomulagi að þið borgið 500 krónur fyrir haldapoka eða 1000 krónur fyrir ruslapoka og setjið í þessa poka allt það sem ykkur langar í þar til pokinn er fullur.

Jólatónlist, piparkökur og heitt á könnunni.

Það sem ekki gengur út verður gefið áfram til góðgerðamála.