Á síðasta fundi bæjarráðs Dalvíkurbyggðar þann 21. júní sl. var tekin fyrir bókun fræðsluráðs Dalvíkurbyggðar en á 114. fundi þess þann 15. maí 2007 samþykkti fræðsluráð að leggja til við bæjarstjórn að auglýsa starf skólastjóra Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar laust til umsóknar og var sú tillaga fræðsluráðs samþykkt á 165. fundi bæjarstjórnar þann 22. maí sl. Umsóknarfrestur um starf skólastjóra Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar rann út 18. júní 2007. Alls sóttu fjórir um starfið sem eru eftirtaldir:
- Þorvaldur Eyfjörð Kristjánsson
- Kaldo Kiis
- Svavar Sigurðsson
- Kristinn Jóhann Níelsson,
Bæjarráð felur bæjarstjóra og sviðstjóra fræðslu- og menningarsviðs að vinna frekar úr umsóknum og afla nánari upplýsinga. Bæjarstjóra og sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs er jafnframt falið að sjá um þau viðtöl sem fram fara fyrir næsta fund bæjarráðs þann 28. júní 2007.