Norræna upplýsingaskrifstofan á Akureyri í samstarfi við Gilfélagið stendur fyrir námskeiði í Ketilhúsinu á Akureyri fimmtudaginn 24. janúar kl. 11:00 - 16:00 þar sem fjallað verður um ýmsar leiðir til að fjármagna menningarstarsemi. Flestir þeir sem vinna með menningartengd verkefni þurfa að sækja um styrki til fjármögnunar þeirra. Til hvaða verkefna, frá hverjum og hvernig er hægt að fá styrki eru aðl viðfangsefni ná,skeiðsins. Farið verður yfir helstu sjóði tengda norrænu menningarsamstarfi.
Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Norrænu upplýsingaskrifstofunnar http://www.akmennt.is/nu/2008/namskeid%20i%20januar.htm