Fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2013 – 2016, jákvæð niðurstaða öll árin

Bæjarstjórn Dalvíkurbyggðar afgreiddi hinn 20. nóvember sl. fjárhagsáætlun 2013 – 2016 í samræmi við ný sveitarstjórnarlög. Helstu niðurstöðutölur fyrir árið 2013 eru þær að samstæðan (A og B hluti) skilar afgangi uppá ríflega 26 m. kr. Veltufé frá rekstri er áætlað tæpl. 234 m kr. og veltufjárhlutfall 1,28. Eiginfjárhlutfall er 0,56. Skuldahlutfall skv. fjármálreglum er undir 100%. Heildartekjur eru 1.604.834 m kr.og rekstrarútgjöld án afskrifta 1.370.052 m.kr. Framlegðin er því 234.782 m.kr eða 14,6%. Fjárfestingar á árinu nema um 145 m kr.

Áætlun fyrir árin 2014 – 2016 gerir ráð fyrir eftirfarandi rekstrarstöðu fyrir A og B hluta:

Rekstrarniðurstaða:
Árið 2014 kr. 30.625.000
Árið 2015 kr. 28.408.000
Árið 2016 kr. 29.355.000

Veltufé frá rekstri:
Árið 2014 kr. 232.785.000
Árið 2015 kr. 237.932.000
Árið 2016 kr. 247.285.000

Fjárfestingar:
Árið 2014 kr. 204.840.000
Árið 2015 kr. 128.820.000
Árið 2016 kr. 256.050.000

Dalvíkurbyggð leggur metnað sinn í góða þjónustu við börn og ungmenni og rekur tvo leikskóla ásamt því að annar grunnskóla sveitarfélagsins er jafnframt leikskóli. Börn eru tekin í leiksskóla frá 9 mánaða aldri.


Sveitarfélagið rekur hitaveitu, vatnsveitu, fráveitu, hafnasjóð og félagslegt íbúðakerfi í B hluta. Undanfarin ár hefur verið lögð áhersla á sölu íbúða þannig að fjöldi þeirra miðist við skyldur sveitarfélagsins skv. lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga.

Fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2013 - 2016

Nánri upplýsingar gefur Svanfríður Jónasdóttir, bæjarstjóri, í síma 460 4902 eða 862 1460