Fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2011, var samþykkt samhljóða á fundi bæjarstjórnar 28. des. Helstu niðurstöður eru þessar: Samtals skilar A hlutinn tæplega 60 m kr í afgang. A og B hlutar samanlagt skila um 72 m kr. í afgang.
Miðað við fyrirliggjandi áætlun verður handbært fé í upphafi árs um 155 m kr. og í árslok 168 m kr. Veltufjárhlutfall er 1.38 og eiginfjáhlutfall 0,54.
Framkvæmdir og nýfjárfestingar eru áætlaðar um 82 m kr. Viðhaldsframkvæmdir eignasjóðs verða fyrir um 26 m kr. og framkvæmdir B hluta fyrirtækja um 27 m kr.
Áætlað er að útsvarstekjur sveitarfélagsins verði 616 m kr og hækki um 5% frá áætlun ársins 2010.
Íbúum fjölgar lítillega milli ára og eru nú 1958.