Nú er fólki farið að fjölga á Dalvík enda kominn fimmtudagur og Fiskidagurinn mikli rétt handan við hornið.
Sólin brýtur sér leið í gegnum skýin við og við, það er hlýtt í veðri og almennt góð stemmning á meðal heimamanna og gesta.
Bærinn tekur óðfluga á sig breytta mynd, Fiskidagsskrautið er komið út í garða, göturnar hafa fengið ný nöfn og niðri á hafnarsvæðinu má sjá forsmekkinn af því sem koma skal. Þar er undirbúningur í fullum gangi enda ýmislegt við haft þegar svona stór viðburður er annars vegar. Meðal annars er verið að reisa þetta risasvið neðan við hafnarbakkann en þar munu lokatónleikar Fiskidagsins mikla fara fram næstkomandi
laugardagskvöld.
Matarveislan mikla nálgast, búið að pakka fiskinum fyrir grillin, manna grillsveitir og biðja um gott veður.
Svona á þetta að vera!