Mikill mannfjöldi kom saman á Dalvík til að njóta fjölskylduhátíðarinnar Fiskidagsins Mikla. Dagskrá hófst á miðvikudag og endaði á laugardagskvöld með gríðarlega flottri flugeldasýningu.
Góð stemmning var þessa daga á Dalvík og greinilegt að fólk var komið til að vera saman í bróðerni og vinskap. Á föstudag var mynduð vináttukeðja í kirkjubrekkunni og þar sameinaðist fólk enn meira í þeim kærleik sem einkennt hefur Fiskidaginn Mikla. Um kvöldið opnuðu margir hús sín og garða og buðu gestum í súpu sem mæltist vel fyrir og margir nutu. Það var mikið af fólki sem rölti um Dalvík og smakkaði súpur hér og þar. Íbúar eru sífellt að gera meira úr þessu kvöldi og voru skemmtiatriði í öðrum hverjum garði á Dalvík þetta kvöld.
Á laugardaginn klukkan 11:00 setti meistari Júlíus Júlíusson framkvæmdastjóri Fiskidagsins Mikla sjálfa hátíðina. Við þau orð ræstu fjölmargir sjálfboðaliðar grill sín og elduðu dýrindis rétti fyrir gesti Fiskidagsins Mikla. Það var boðið uppá lax, saltfiskbollur, rækjukokteil, harðfisk, fiskiborgara þá bestu í heimi, saltfiskpizzu þá stærstu í heimi og margt fleira.
Veðrið var ótrúlegt um klukkan 10:00 var alskýjað og nokkrir dropar duttu úr lofti en um leið og Júlíus hóf upp raust sína opnuðust himnar og sólin skein á ánægða gesti Fiskidagsins Mikla það sem eftir var dags. Allann daginn voru skemmtiatriði á aðalsviðinu og gaman að sjá hversu fjölbreyttir og góðir listamenn koma frá Dalvíkurbyggð eða tengjast Dalvíkurbyggð á einhvern hátt. Um klukkan 17:00 var dagskrá slitið við bryggjuna í bili. Sjálfboðaliðar tóku þá til verka og eftir skamman tíma var ekki hægt að sjá að þarna hefðu þúsundir manna fengið matarveislu úr hafinu.
Um kvöldið var samsöngur víða um bæjinn og fólk í sælu eftir veislu dagsins. Klukkan 23:00 stigu Dúndurfréttir á svið niður við bryggju og stýrðu bryggjusöng við góðar undirtektir og gríðarlega stemmningu. Hafnarbakkinn sveiflaðist til og söngur fólksins ómaði út Eyjafjörðinn í frábæru veðri. Einstakt að sjá svo margt fólk saman í söng og á öllum aldri. Klukkan 23:30 bauð Sparisjóður Svarfdæla og Björgunarsveitin á Dalvík uppá rosalega flugeldasýningu sem vakti hrifninu viðstaddra og margir á því að flottari sýningu hefðu þeir ekki séð. Góður endapunktur á frábærum degi sem skipulagður var í þaula af framkvæmdastjóra og nefnd Fiskidagsins Mikla. Þeir eiga miklar þakkir skyldar fyrir gott starf. Til að skipulagningin geti gengið eftir þarf fólk til framkvæmda og ekki hefur staðið á íbúum Dalvíkurbyggðar að svara kalli. Gríðarlegur fjöldi sjálfboðaliða lagði til sínar hendur og hugvit til framkvæmda þannig að Fiskidagurinn Mikli og allt í kringum hann færi vel, okkur íbúum til sóma og gestum okkar til yndisauka. Þakkir fá þeir allir sem lögðu eitthvað á sig til að gera þessa daga eins frábæra og þeir voru. Það er ekki sjálfgefið þó að framkvæmd og skipulaggning sé góð að dagarnir verði góðir. Til þess þarf einstakt fólk að njóta og ganga hægt um gleðinnar dyr. Gestir Fiskidagsins Mikla voru frábærir og þeim verður ekki þakkað nóg fyrir þann þátt sem þeir eiga í því að gera þessa fjölskylduhátíð að því sem hún er. Þakkir fáið þið frá íbúum Dalvíkurbyggðar og velkomin aftur til okkar hvenær sem er og sérstaklega eftir ár þegar við tókum aftur höndum saman og höldum Fiskidaginn Mikla hátíðlegan í níunda sinn.
Bakvið tjöldin eru enn fleiri aðilar sem þurfa sérstakar þakkir en það eru styrktaraðilar Fiskidagins Mikla. Við þökkum eftirtöldum aðilum aðkomuna að flottustu fjölskylduhátíð á Íslandi og þó víðar væri leitað.
Gestgjafar og aðalstyrktaraðilar
Samherji hf. - Landflutningar Samskip - Norðurströnd - O. Jakobsson - Hafmár
Aðalstyrktaraðilar - Aðrir en gestgjafar.
Dalvíkurbyggð - Promens - Sparisjóður Svarfdæla - Nettó - Vífilfell - Svefn og Heilsa - Marel - KEA -Húsasmiðjan.
Þökkum eftir töldum aðilum gott samstarf - styrkveitingar - veglega aðstoð
Lýðheilsustöð - Myllan - Olís - Salka Fiskmiðlun og vinir frá Nígeríu - Samhentir Kassagerð - Stefna ehf -Vélvirki/Jóhannes Hafsteinsson - Hafrannsóknarstofnun
Framkvæmdanefnd Fiskidagsins mikla 2008
Júlíus Júlíusson - Framkvæmdastjóri
Þorsteinn Már Aðalsteinsson Hafmár ehf - Formaður Stjórnar
Otto Jakobsson O Jakobsson ehf. - Varaformaður
Gunnar Aðalbjörnsson Samherji hf. - Ritari
Hilmar Daníelsson - Gjaldkeri og bókhald
Guðmundur St Jónsson Norðurströnd ehf - Meðstjórnandi
Óskar Óskarsson F. h Landflutninga Samskipa - Meðstjórnandi
Sigurður Óskarsson Samherji hf. - Meðstjórnandi
Yfirkokkur - Úlfar Eysteinsson á 3 Frökkum.
Aðstoðarkokkar - Arnþór Sigurðsson og Stefán Úlfarsson.
Hvalstöð/Sasimi - Aðstoðarstjórar - Hafdís Bjarnadóttir- Katrín Guðmundsd.
Rækjudrottningar - Linda Björk Holm og Margrét Ásgeirsdóttir.
Ektastöð - Elvar Reykjalín - Jón Vídalín og þeirra fólk - Ektafiskur/Ektaréttir, Sérstakur gestur Eiki í Eikaborgurum
Grímsstöð - Grímur Kokkur úr Eyjum og hans fólk.
NINGS stöð - Bjarni í Nings, fjölskylda og vinir.
Friðrik V. Friðrik V. Karlsson, fjölskylda, starfsfólk og vinir.
Síldar og rúgbrauðsstjóri - Kolbrún Pálsdóttir.
Aðstoðarkonur síldar og rúgbrauðsstjóra - Emma Stefánsdóttir, Auður Kinberg, Guðlaug Antonsdóttir, Jóhanna Jóhannesdóttir, Inga Benediktsdóttir, Sigrún K Júlíusdóttir, Kristjana Kristinsdóttir, Kristín Gunnarsdóttir.
Rúgbrauðsbakarar - Færustu húsmæður og feður norðan Alpafjalla.
Pizzudeig - Vaxið Dalvík - Jóhannes og Eyþór.
Saltfiskpizzugengið - Promens - Greifinn - Ektafiskur
Risagrillgengið - 66" árgangurinn, makar, vinir og gestir dagsins.
Risagrillstjóri - Palli Kollu -Páll Sigurþór Jónsson.
Vaktstjóri á Risagrillinu - Inga Sigga - Sigríður Inga Ingimarsdóttir.
Yfirsmiður á Risagrillinu - Erlendur Guðjónsson - Málmsmíði Ella- Elli lúðubani.
Veggspjalda og póstkortadreifing – Velunnarar Fiskidagsins mikla um land allt.
Ljósmyndari Fiskidagsins mikla. Helgi Steinar Halldórsson.
Höfundur Lags Fiskidagsins mikla- Friðrik Ómar Hjörleifsson / Texti Gunnar Þórisson.
Höfundur Vináttukeðjulags " Mamma" - Friðrik Ómar Hjörleifsson / Texti Þorsteinn Már Aðalsteinsson
Höfundur texta á forsíðu blaðs - Lovísa María Sigurgeirsdóttir.
Höfundur lags og texta " Á Fiskidaginn mikla" - Guðmundur Óli Gunnarsson
Hönnun logós - Geimstofan hönnunarhús www.geimstofan.is
Hönnun og prentun - Víkurprent - Guðmundur Ingi Jónatansson.
Hönnun á gámdúkum - Þórhallur Kristjánsson í www.effekt.is
Prentun á gámadúkum og heiðursskiltum - Hermann Arason www.prentsmidjan.is
Umbrot, prentun og dreifing á blaði dagsins - Morgunblaðið.
Tengiliðir Dalvíkurbyggðar - Þorsteinn Björnsson, Bjarni Gunnarsson, Jón A Sverrisson og Freyr Antonsson.
Hljóðkerfi og hljóðvinna – Hljóðkerfa og ljósaleiga Akureyrar www.hljodkerfi.com
Ritstjóri texta í blaði dagsins og heiðrunar - Jóhann Antonsson.
Heiðrun - Svanfríður Inga Jónasdóttir.
Heiðursverðlauna og minnismerkja hönnuður og smiður- Jóhannes Hafsteinsson.
Fiskasýningarstjóri - Skarphéðinn Ásbjörnsson.
Aðstoðar fiskasýningarstjóri og blöðrusleppingarstjóri – Auðunn Stefnisson.
Gasstjóri - Kristján Þorsteinsson - Gas í boði Olís.
Fána og skiltastjóri- Valur Júlíusson - Aðstoðarmaður Gunnlaugur Svansson
Umsjón með merkispjöldum, bolum og fleira - Guðný Ólafsdóttir
Tjaldstjórar - Elías Björnsson, Ottó Elíasson og Guðmundur S. Óskarsson.
Þýðandi - Klemens Gunnarsson.
Prófarkarlesari - Ottó Elíasson.
Uppsetning "Margt býr í hafinu" Gréta Arngrímsdóttir og Helga Berglind Hreinsdóttir
Birgðastjórn/Geymsla/tækjalán og fl - Ísstöðin/Landflutningar Samskip - Óskar Óskarsson.
Birgðastöð