Framlengdur umsóknarfrestur vegna liðsmanna í félagsþjónustu Dalvíkurbyggðar til starfa við málefni fatlaðra og barnavernd á Dalvík.
ÁTTU AUÐVELT MEÐ AÐ VINNA Í TEYMI OG VILTU VINNA MEÐ SKEMMTILEGU FÓLKI?
Félagsþjónusta Dalvíkurbyggðar leitar eftir liðsmönnum í samhentan hóp af skemmtilegu fólki sem starfar við málefni fatlaðra og barnavernd í Dalvíkurbyggð. Unnið er á vöktum dag, kvöld og helgar og er starfshlutfall samkomulagsatriði.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Að virkja einstaklingana til sjálfshjálpar og iðju ýmiskonar hvort sem er á heimili viðkomandi, úti í samfélaginu og í samstarfi við starfsmenn félagsþjónustunnar
- Aðstoð við athafnir daglegs lífs
- Sondugjafir og lyfjagjafir
- Vinna með félagsþjónustunni og fjölskyldum notenda
- Finna lausnir og vinna með það sem fyrir er
- Heimanámsaðstoð og aðstoð inni á heimilum
Hæfniskröfur:
- Hlýlegt viðmót, jákvæðni og umhyggja
- Hæfni í mannlegum samskiptum
- Frumkvæði í starfi og geta til að vinna sjálfstætt
- Að sýna ábyrgð og vera ábyrgðarfullur
- Að vera hugmyndaríkur og sveigjanlegur
- Hugsa út fyrir boxið og vera lausnamiðaður
Umsóknarfrestur er til 20.desember. Greitt er samkvæmt kjarasamningum stéttarfélagsins Kjalar.
Frekari upplýsingar veitir Þórhalla Franklín Karlsdóttir, þroskaþjálfi í síma 460-4900 eða á netfanginu tota@dalvikurbyggd.is. Umsókn og ferilskrá skal senda inn á Íbúagátt (inná heimasíðu www.dalvikurbyggd.is ) eða skila í þjónustuver bæjarskrifstofunnar. Bent er á að nöfn umsækjenda verða birt á heimasíðu Dalvíkurbyggðar.
Við ráðningu eru jafnréttissjónarmið jafngild öðrum málefnalegum sjónarmiðum. Vakin er athygli á að þörf er á fleiri körlum til starfa á verksviðinu.