Föstudaginn 25. janúar munu fulltrúar frá félagsmiðstöðinni Týr taka þátt í NorðurOrg, sem er söngkeppni félagsmiðstöðva á Norðurlandi. Það kemur í hlut Fjallabyggðar að halda keppnina í ár og fer keppnin fram í íþróttamiðstöðinni í Ólafsfirði. Keppnin hefst kl. 19:00.
Söngkeppnin er lokaður viðburður en að þessu sinni verður hún send út beint á FM TRÖLLA.
Fimm atriði verða valin til að verða fulltrúar norðurlands í söngkeppni Samfés sem fram fer í Laugardalshöllinni 23. mars nk.
Fulltrúar Týr að þessu sinni verða Þormar Ernir Guðmundsson (söngur) og Þorsteinn Jakob Klemenzson (gítar).