Dalvíkurbyggð hefur auglýst álagningu gjalda og fasteignaskatt vegna ársins 2008. Nánari upplýsingar er að finna í auglýsingu frá Dalvíkurbyggð.
Sú breyting hefur verið gerð að ekki þarf að sækja um afslátt fasteignaskatts þar sem framkvæmd útreiknings verður sjálfvirkur í gegnum álagningarkerfi fasteignagjalda, Landskrá fasteigna. Vegna útreiknings á afslætti skal liggja fyrir sem fyrr staðfest skattframtal af skattstjóra og örorkumatsvottorð ef við á.
Afsláttur til elli- og örorkulífeyrisþega er tekjutengdur sem hér segir:
- a) Einstaklingur með tekjur allt að kr. 1.518.008,-
- b) Hjón og sambýlisfólk með tekjur allt að kr. 2.095.049,-
Varðandi tekjuviðmið er litið til tekna eins og þær eru samkvæmt tekju- og útsvarsstofni sem og til fjármagnstekna.
Hámarksafsláttur af fasteignaskatti er kr. 40.700,-. Afslátturinn verður þó aldrei hærri en álagður fasteignaskattur.