Eurovision þorpið Dalvík - 10 ára afmæli Dalvíkurbyggðar
Dagskrá - Tökum þátt, gleðjumst saman og styðjum okkar fólk
Við hvetjum alla til að.
Skreyta, setja stuðningskilti eða myndir út í glugga, flagga á fimmtudeginum.
Hægt er að nálgast blöðrur eftir hádegi á fimmtudag í verslunum og fl. stöðum.
Eurovision tilboð í Húsasmiðjunni. Íslenskur fáni á 99 kr meðan birgðir endast.
Eurovison tilboð í Olís. Hamborgarafjölskyldutilboð með coke - 2 l coke og flögur - Ís úr vél og fleira - Frír Candyflos í boði Olís við Olís milli kl 16 0g 18.
Eurovison tilboð í Samkaup Úrval. ATH. Lokum 18.30 fimmtudaginn 22.mai
Góa Bitar Hraun /Æði 169.- 50% afsláttur af nammibar fimmtudag föstud og laugardag. Sprite/Sprite zero 99.- Stjörnusnakk Papriku og Ostastjörnur 149.- Ásamt mörgum öðrum tilboðum og nýi Eurobandsdiskurinn er til sölu í búðinni.
Fimmtudagur 22. maí. - Flaggað í byggðarlaginu
16.00 Candyflos í boði Olís - Eurovisionþorps og 10 ára afmælisblöðrum dreift.
18.00 Fjölskylduskrúðganga frá Ráðhúsi að íþróttahúsi. - Listamenn Díónýsíu taka þátt. Mætum með fána , veifur, hatta og skraut. Skrúðgangan verður tekin upp.
19.00 Keppnin á skjá í íþróttahúsinu- heppnir fá diska Eurobandsins og árituð veggpsjöld
Pizzur til sölu á staðnum - Getraunir - Videoblogg frá Friðrik Ómari sýnt.
Þetta kvöld er í boði Félagsmiðstöðvar, Stuðningshóps og Sparisjóðs Svarfdæla.
Föstudagur 23. maí, formlegt 10 ára afmæli Dalvíkurbyggðar
23.30 Upphitunarkvöld á Bakaríinu - DJ Hulio með nýju og gömlu Eurovision lögin.
Laugardagur 24. maí - Flöggum ef að ísland kemst áfram.
11.00 - 14.00 Vorhátíð í Dalvíkurskóla - Allir velkomnir.
14.00 Dalvík/Reynir - Leiknir knattspyrnuleikur ( Væntanlega á Árskógsvelli)
19.00 Ef Ísland kemst áfram - Verður horft á keppnina í Íþróttahúsinu á Risaskjá
23.00 Eurovision dansleikur í Víkurröst fram eftir nóttu - DJ Hulio
Sunnudagur 25. maí
Á Degi barnsins, ætlum við að koma saman "austur á sandi", með skóflur, fötur og form og byggja sandkastala og fleira. Leikir og sprell undir stjórn hins eina sanna Adda Sím.
*** Sjö listamenn dvelja á Húsabakka næstu 10 daga á vegum Díónýsía. Íbúum er frjálst að hitta þau þar og vinna með þeim. Listamennirnir taka þátt í Eurovision þorpinu m.a skrúðgöngunni. Takið vel á móti þeim og nýtið ykkur tækifærið til að vinna með þeim næstu daga.
Hér er slóðin á stuðningsmyndbandið - http://www.youtube.com/user/eurobandmusic
Félagsmiðstöðin - Dalvíkurbyggð - Stuðningshópur Friðriks Ómars.