Vísað er til fréttatilkynningar Dalvíkurbyggðar frá 15. maí sl. Fyrir liggur sem fyrr, að ekkert bendir til þess að þeir aðilar sem stóðu fyrir netárás á tölvukerfi Dalvíkurbyggðar hafi komist yfir gögn úr kerfum sveitarfélagsins. Tekist hefur að endurheimta öll gögn úr afritum. Unnið hefur verið hörðum höndum að endurreisn kerfa, sem stendur enn yfir og mun standa út þessa viku. Íbúagáttin á að vera komin í gagnið í byrjun næstu viku, því biðjum við ykkur sem eigið erindi við sveitarfélagið að senda þau á dalvikurbyggd@dalvikurbyggd.is eða hafa samband í síma 460-4900 á opnunartíma þjónustuvers sem er milli 10:00 – 15:00 virka daga og 10:00 – 12:00 á föstudögum.
Fundagáttin á einnig að vera komin í gagnið í byrjun næstu viku og því verður áfram töf á fundum kjörinna fulltrúa, þar á meðal fundi sveitarstjórnar.
Íbúar og viðskiptavinir sveitarfélagsins eru beðnir velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að orsaka.