Sýningin Matur 2006 verður haldin í Fífunni í Kópavogi um helgina en sýningin hefst í dag. Á sýningunni mun vera Eyfirskt matartorg þar sem fyrirtæki úr Eyjafirðinum hafa tekið sig saman og verða með stóran bás þar sem boðið verður upp á ýmsar kræsingar. Eitt fyrirtæki úr Dalvíkurbyggð er meðal hópsins en það er fyrirtækið Ektafiskur en undirbúningur sýningarinnar hefur staðið í nokkurn tíma.
Samhliða sýningunni Matur 2006 er sýningin Ferðatorg 2006 þar sem kynnt er fjölbreytt ferðaþjónusta landsins. Ætla má að margt verði um manninn í Kópavogi um helgina og er tilvalið að skella sér í Fífuna á Eyfirska matartorgið og styðja gott framtak fyrirtækja úr Eyjafirði.
Allar frekari upplýsingar um sýningarnar er að finna á heimasíðunni www.icexpo.is.