Eins og fram kom á íbúafundi þann 12 maí síðastliðinn er ætlunin að hefja dreifingu íláta fyrir lífræna söfnun úrgangs til íbúa Dalvíkurbyggðar í þessari viku.
Gámaþjónusta Norðurlands mun hefjast handa við dreifinguna á morgun, föstudaginn 21. maí. Byrjað verður í suðurhluta bæjarins og síðan norðureftir bænum.
Gert er ráð fyrir að dreifingu og kynningu á þessu verkefni ljúki um miðja næstu viku.
Gengið verður hús úr húsi og afhent ílát, pokar og leiðbeiningar.
Leitast verður við að svara spurningum sem kunna að brenna á íbúum varðandi verkefnið og sorpmálin almennt .
Gámaþjónusta Norðurlands
Helgi Pálsson
Rekstrarstjóri
Sími 4140200/6602870