Dimbilvika og páskafrí

Dimbilvika og páskafrí

Dimbilvikan er búin að vera athafnasöm hjá okkur en tæplega helmingur barnanna er þó kominn í páskafrí. Í gær fóru börn ásamt kennurum að gefa öndunum brauð og í dag var tekinn göngutúr í búðina okkar til að skoða litlu ungana sem komu þangað seinnipartinn í gær. Eftir það var gengið niður að höfn og skoðað þar. Eftir hádegið í dag ákváðum við, þar sem það er gulur dagur, að leyfa þeim sem vildu mála stéttina okkar, bæði gula og svo einnig með fleiri litum. Notuðum vatnsliti til þess. Um að gera að nýta svona daga í þetta, þegar veðrið leikur við okkur. Myndir frá þessum atburðum má sjá á myndasíðunni okkar.

Svo langar okkur að lokum að óska ykkur öllum gleðilegra páska með von um að allir njóti sín til fulls í þessu langa fríi. Við opnum svo aftur þriðjudaginn 10. apríl. Minnum einnig á kennarafundinn eftir hádegið þann dag svo öll börn þurfa að vera farin heim kl. 12:15.

GLEÐILEGA PÁSKA!!