Á 238. fundi Bæjarstjórnar Dalvíkurbyggðar, þann 18. september 2012, var eftirfarandi tillaga bæjarráðs samþykkt:
1. Bæjarráð samþykkir að íbúakosning, skv. 108. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, vegna deiliskipulags að Upsum, verði 20. október 2012.
2. Kosningarnar verða bindandi ef 66% kosningabærra íbúa taka þátt.
3. Ein spurning verður á kjörseðli og val um já eða nei við henni.
Spurningin er: Vilt þú að frístundabyggðin verði felld út af deiliskipulagi að Upsum?
Íbúar munu fá sent heim kynningarefni og einnig verður haldinn íbúafundur til að kynna kosninguna betur þegar nær dregur.