Þessa vikuna er þemavika og mikið umleikis hjá Dalvíkurskóla. Einn liður í dagskránni er fuglaferð yngri barna að Húsabakka. Í dag komu að Húsabakka tveir aldursblandaðir hópar úr 1.-6. bekk og fengu fræðslu um farfugla og fóru í göngutúr niður í Friðlandið. veðrið lék við mannskapinn og allir voru glaðir. Á morgun koma aðrir tveir hópar og svo aðrir tveir og aðrir tveir fram á föstudag. Á meðan vinna eldri krakkar m.a. við að mála stikur sem þeir svo fara með og reka niður við gönguleiðir í Dalvíkurbyggð en töluverðrar endurnýjunar er þörf á leiðinni upp að Nykurtjörn, Skeiðsvatni og upp í Garnir.
|
Haldið heim eftir vel heppnaða fuglaferð |