Dalvíkurskóli auglýsir eftir sérkennara í 70% stöðu á eldra stigi og Náms- og starfsráðgjafa í 50% stöðu.
Menntun og hæfni sérkennara:
- Leyfi til að nota starfsheitið kennari og réttindi til að starfa sem sérkennari
- Starfsreynsla á grunnskólastigi
- Réttindi til að leggja fyrir helstu skimanir og greiningapróf
- Mikil hæfni í mannlegum samskiptum
- Skipulagshæfileikar
- Frumkvæði í starfi og vilji til þverfaglegs samstarfs
- Áhugi fyrir teymiskennslu
- Áhugi á notkun tækni í skólastarfi
Menntun og hæfni náms- og starfsráðgjafa:
- Leyfi til að starfa sem náms- og starfsráðgjafi
- Reynsla af sambærilegu starfi er æskileg
- Þekking og áhugi á nýjungum í náms- og starfsráðgjöf
- Mikil hæfni í mannlegum samskiptum
- Skipulagshæfileikar og frumkvæði í starfi
Sótt er um í gegnum íbúagátt Dalvíkurbyggðar, min.dalvikurbyggd.is. Umsókn skal fylgja ferilskrá og meðmæli. Umsækjendur þurfa að vera tilbúnir að framvísa sakavottorði ef til ráðningar kemur.
Umsóknarfestur er til og með 30. apríl 2020.
Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ. Starfið hentar jafnt konum sem körlum. Nánari upplýsingar um skólastarfið er hægt að nálgast á heimasíðu skólans https://www.dalvikurbyggd.is/dalvikurskoli.
Dalvíkurskóli er 206 barna grunnskóli sem leggur áherslu á teymiskennslu og góð samskipti. Einkunnarorð skólans eru: Þekking og færni – virðing og vellíðan. Skólinn vinnur eftir aðferðum Uppbyggingarstefnunnar og Byrjendalæsis. Lögð er áhersla á snemmtæka íhlutun í stuðningskennslu og koma til móts við ólíkar þarfir nemenda. Skólinn er Grænfánaskóli og leggur ríka áherslu á notkun snjalltækja í kennslu.
Frekari upplýsingar veitir Friðrik Arnarson, skólastjóri, í síma 460 4980 og 849 0980 eða í netpósti fridrik@dalvikurbyggd.is.