16.september til 22.september verður Evrópsk samgönguvika í Dalvíkurbyggð, Frá árinu 2002 hafa borgir og bæir á Íslandi tekið þátt í samstilltu átaki sveitarfélaga í Evrópu um að ýta undir sjálfbærar samgöngur. Yfirskrift átaksins er Evrópsk Samgönguvika og er hún haldin 16. – 22. september ár hvert. Markmið vikunnar er að kynna íbúum í þéttbýli samgöngumáta sem allt í senn eru vistvænir, hagkvæmir og bæta heilsu fólks um leið og þeir hafa jákvæð áhrif á umhverfi og andrúmsloft.
Bíllausi dagurinn er síðan haldinn 22. september og eru öll, einstaklingar, fyrirtæki, félagsamtök, stofnanir og sveitarfélög hvött til að taka þátt.
Í Dalvíkurbyggð er ýmislegt í boði þessa viku fyrir þá sem vilja prófa nýja afþreyingu eða bara gera eitthvað saman.
Opið hús verður hjá Pílufélagi Dalvíkur Þriðjudags- og Fimmtudagskvöld milli 20:00 – 22:00 þar sem öll eru velkomin að prófa.
Öll eru svo velkomin að prófa fótbolta hjá UMFS Dalvík yngri flokkum án endurgjalds þessa viku.
Í íþróttamiðstöðinni á Dalvík er ræktin opinn og mikið um að vera í ræktartímum og sundlauginni og alltaf hægt að finna sér eitthvað.
Dalvíkurbyggð hvetur alla til þess að nýta þessa viku í að hjóla eða ganga í vinnunna og tómstundir.
Sunnudaginn 22.september verður svo hjóla- og göngugleði á hjólavellinum við Gamla-skóla og hefst það kl.11:00
þaðan verður svo hjólað eða gengið frá Gamla skóla, Böggvisstaðahringinn og aftur að Gamla-skóla þar sem grillaðar verða pylsur og aldrei að vita nema það verði keppt í hjólafærni,
frábær viðburður fyrir alla fjölskylduna.
Sama dag 22.september er svo frítt í sund á sunddeginum mikla og fá þeir sem mæta og synda viðurkenningu frá sundfélaginu Rán.
Virkilega skemmtileg vika fram undan sem Dalvíkurbyggð er að taka þátt í í fyrsta sinn. Við hvetjum alla bæjarbúa til að huga sérstaklega að sínum samgöngumáta þessa viku, hvort sem það er til vinnu, í skóla, eða jafnvel í búðina