Nú hefur Dalvíkurbyggð tekið á móti rafrænum reikningum í rúmlega eitt ár. Reynslan af því hefur verið góð og hefur það sparað bæði tíma og pappír. Dalvíkurbyggð er í samstarfi við fyrirtækið Inexchange um rafræna reikningagerð en helsti ávinningur hennar er pappírs- og tímasparnaður. Sendandinn sparar sér kostnað við hefðbundna pappírsreikninga á meðan móttakandinn sparar sér kostnað við skönnun, bókun og lyklun og minnkar líkurnar á misfærslum. Dalvíkurbyggð vill því hvetja þá birgja sína sem ekki stunda rafræna reikningagerð að kynna sér þann möguleika.
Með því að smella á tengilinn er hægt að skoða nánar hvað þarf til að geta stundað rafræn viðskipti við sveitarfélagið.
Nánari upplýsingar veitir Margrét Ásgeirsdóttir, ritari, í síma 460 4900 og á netfanginu margret@dalvikurbyggd.is