Nú höfum við í Dalvíkurbyggð tekið í gagnið okkar svæði á vefsíðunni Betra Íslandi en það svæði er ætlað í að auka íbúalýðræði í sveitarfélaginu, en einnig er því ætlað að fá fleiri hugmyndir um það sem við getum gert til þess að gera gott sveitarfélag enn betra.
Inn á svæðinu okkar eru búið að eyrnamerkja nokkra undirhópa eftir búsetu en einnig er einn almennur hópur fyrir allt sveitarfélagið. Betra Ísland er frábært verkfæri fyrir íbúa til þess að koma skoðunum og hugmyndum sínum á framfæri á réttan stað. Hægt er að setja inn myndir með ábendingunum og staðsetningu á korti, þannig að ef t.d. þú vilt benda á að það hafi vantað ljós á ljósastaurinn í götunni hjá þér þá getur þú annað hvort merkt hann inn á kort eða tekið mynd og sent með ábendingunni og við komum henni svo til skila á réttan stað. Einnig er hægt að koma með hugmyndir af einhverju nýju og skemmtilegu og hægt að rökræða hugmyndir á milli íbúa. Sveitarfélagið tekur svo allar ábendingar og hugmyndir og vinnur úr þeim. Það þarf enga innskráningu það er nóg að fara bara á síðuna og byrja. 😊