Bókasafn Dalvíkurbyggðar auglýsir laust til umsóknar 100% starf og annan hvern laugardag í sumarafleysingum á bókasafninu sem staðsett er í Menningarhúsinu Bergi.
Æskilegt er að starfsmaður geti hafið störf um miðjan maí og unnið fram í miðjan september. Um er að ræða fastar vaktir og annan hvern laugardag. Umsækjandi þarf að hafa náð 18 ára aldri og æskilegt er að hann hafi stúdentspróf eða aðra sambærilega menntun.
Við óskum eftir starfsmanni með sérstaklega ríka þjónustulund, góða tungumálakunnáttu og frumkvæði í starfi. Góð tölvukunnátta er skilyrði til að geta sinnt verkefnum bæði á bókasafni sem og í upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn. Bókasafnið og upplýsingamiðstöð Dalvíkurbyggðar vinna í náinni samvinnu hvort annað enda bæði staðsett í Menningarhúsinu Bergi. Umsækjandi í bókasafni þarf því að vera tilbúin að sinna verkefnum í upplýsingamiðstöð til jafns á við verkefni bókasafnsins.
Laun eru samkvæmt kjarasamningum sveitarfélaga.
Umsóknarfrestur er til 15. apríl. Umsóknum ásamt ferilskrá má skila á Bókasafn Dalvíkurbyggðar eða á netfangið: bjork.eldjarn@dalvikurbyggd.is.
Allar frekari upplýsingar veitir Björk Eldjárn í síma 460 4930/8667255 eða á netfanginu bjork.eldjarn@dalvikurbyggd.is