14. apríl 2008
Dalvíkurbyggð hefur óskað eftir tilboðum í skólamáltíðir fyrir nemendur og starfsfólk í skólum sveitarfélagsins frá og með skólaárinu 2008-2011. Um er að ræða Grunnskóla Dalvíkurbyggðar samtals um 364 nemendur/starfsmenn og leikskólann Leikbæ og mögulega leikskólana Krílakot og Fagrahvamm en samtals eru 135 leikskólabörn/starfsmenn í leikskólunum öllum. Boðið er upp á máltíðir í hádegi alla starfsdaga grunn- og leikskólanna.
Útboðsgögn verða afhent í Ráðhúsi Dalvíkurbyggðar frá og með mánudeginum 14. apríl gegn 3.500 króna gjaldi.
Tilboðum skal skilað í Ráðhús Dalvíkurbyggðar eigi síðar en föstudaginn 2. maí, kl. 10.45 og verða þau þá opnuð í fundarsal á 3. hæð í Ráðhúsinu að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.