Dalvíkurbyggð auglýsir laust starf við skammtímavistunina Skógarhóla

Dalvíkurbyggð auglýsir laust starf við skammtímavistunina Skógarhóla

Dalvíkurbyggð óskar eftir að ráða metnaðarfullan og drífandi starfsmann til starfa í skammtímavistuninni Skógarhólum frá ca. 1. september 2018. Um er að ræða 40% vaktavinnu.

Umsóknarfrestur er til og með 1.ágúst 2018.

 Starfssvið:

  • Umönnun og þjálfun fyrir einstaklingana sem nýta sér þjónustuna hverju sinni.

 

Menntun- og/eða hæfniskröfur.

  • Áhugi og færni til að starfa með fólki
  • Mikilvægir eiginleikar eru jákvæðni, ábygðarkennd, hlýlegt viðmót, sveiganleiki, samviskusemi, umhyggja og góð hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Umsækjandi þarf að geta talað íslensku
  • Frumkvæði í starfi og geta til að vinna sjálfstætt

Hreint sakavottorð.


Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir að senda umsóknir á  netfangið hildurbj@dalvikurbyggd.is. Umsóknum skal fylgja starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfi. Móttaka umsókna verður staðfest með tölvupósti. Valið verður úr hópi umsækjenda á grundvelli viðtala og/eða framlagðra gagna. Við ráðningu eru jafnréttissjónarmið jafngild öðrum málefnalegum sjónarmiðum. Laun skv. kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags.

Upplýsingar um starfið gefur Hildur Birna Jónsdóttir  í síma 8616602 eða á hildurbj@dalvikurbyggd.is