Dalvíkurbyggð auglýsir lausa til umsóknar stöðu sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs. Auk þeirra hæfniskrafna sem tilgreindar eru er leitað að metnaðarfullum og lausnamiðuðum einstaklingi í starfið með mikla leiðtogahæfni. Sviðsstjóri hefur mannaforráð og er næsti yfirmaður stjórnenda grunnskóla, leikskóla, tónlistarskóla, safna, íþrótta- og æskulýðsmála og starfsmanna skólaskrifstofu. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Starfs- og ábyrgðarsvið:
- Stjórnun og daglegur rekstur fræðslu- og menningarsviðs
- Umsjón með fræðslu-, íþrótta-, æskulýðs- og menningarmálum
- Áætlanagerð og stefnumótun
- Undirbúningur og eftirfylgni mála sem falla undir fræðsluráð og íþrótta-, æskulýðs- og menningarráð
- Þátttaka í yfirstjórn sveitarfélagsins
- Önnur verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Háskólapróf sem nýtist í starfið
- Þekking og reynsla af stjórnun og rekstri skilyrði
- Þekking og reynsla af áætlunar- og stefnumótunarvinnu
- Hæfni til að greina og vinna úr flóknum upplýsingum og gögnum.
- Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur
- Framúrskarandi þjónustulund
- Góð tölvukunnátta
- Gott vald á íslensku í ræðu og riti
- Leiðtogahæfni og lipurð í mannlegum samskiptum
- Miklir skipulagshæfileikar
- Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
Ofangreindar menntunar- og hæfniskröfur eru ekki í áhersluröð.
Allar upplýsingar gefur Capacent