Dalvíkurbyggð óskar eftir að ráða skapandi og metnaðarfullan sérfræðing í skólamálum á skrifstofu Fræðslu- og menningarsviðs.
Um afar fjölbreytt starf er að ræða og á sérfræðingurinn snetifleti við fjölda aðila bæði innan sem utan sviðsins.
Starfssvið:
• Kennsluráðgjöf sem og ráðgjöf til foreldra og stjórnenda
• Mat á sérkennsluþörf í leik- og grunnskóla
• Innleiðing og eftirfylgni við ýmsar stefnur í skólamálum
• Ytra mat á skólastarfi
• Nýbreytnistarf og skólaþróun
• Þátttaka í ýmsum teymum, vinnuhópum og skýrslugerð
• Miðlun þekkingar
• Önnur verkefni falin af sviðsstjóra
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Skýr jafnréttissýn
• Mjög góðir samskiptahæfi leikar
• Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
• Drífandi, skapandi og lausnamiðuð hugsun
• Afbragðsgóð íslenskukunnátta í máli og riti ásamt góðri tölvukunnáttu
• Háskólapróf sem nýtist í starfi , framhaldsmenntun kostur
• Leyfisbréf til kennslu í leik- og/eða grunnskólum skilyrði
• Reynsla af kennslu í leik- og/eða grunnskólum skilyrði
• Reynsla af verkstjórn og/eða sambærilegu starfi kostur
Dalvíkurbyggð er 1900 manna sveitarfélag við Eyjafjörð. Þar er blómlegt atvinnulíf, öfl ugt menningarlíf og lærdómssamfélag og aðstaða til íþróttaiðkunar
framúrskarandi. Umhverfið er sérlega fjölskylduvænt og aðstæður til útivistar er með því besta sem gerist hér á landi, jafnt sumar sem vetur.
Leik-, grunn-, og tónlistarskólar sveitarfélagsins eru fimm samtals. Samkeppnishæf starfskjör eru í boði fyrir réttan einstakling.
Starfshlutfallið er 70-100% og stefnt er að starfsupphafi í ágúst. Dalvíkurbyggð er heilsueflandi samfélag.
Umsóknarfrestur er til og með 23. mars nk.
Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir að sækja um starfið á heimasíðu Capacent, www.capacent.is .
Umsókn um starfi ð þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Nánari upplýsingar veita Þóra Pétursdóttir (thora.petursdottir@capacent.is ) og Helga Jónsdóttir (helga.jonsdottir@capacent.is )
hjá Capacent ráðningum.