Dalvíkurbyggð auglýsir eftir félagsráðgjafa.

Dalvíkurbyggð auglýsir eftir félagsráðgjafa.

FÉLAGSRÁÐGJAFI

 

Dalvíkurbyggð óskar eftir að ráða metnaðarfullan og drífandi aðila í nýtt starf Félagsráðgjafa. Félagsráðgjafi mun starfa 70% hjá grunnskólum í Dalvíkurbyggð og sameiginlega 30% á fræðslu– og menningarsviði og félagsmálasviði.
Næsti yfirmaður er sviðsstjóri fræðslu – og menningarsviðs.
Starfshlutfall er 100% og kostur er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Starfssvið og helstu verkefni

  • Viðtöl og ráðgjöf til nemenda, starfsfólk og foreldra.
  • Utanumhald verkefnis um Farsæld barna, fundarseta tengt verkefninu og þróun og kynningarmál þvert á stofnanir og samstarfsaðila.
  • Meðferð mála og tengiliður og málstjóri í farsæld barna.
  • Stuðlar að því að notendur njóti bestu þjónustu sem möguleg er á hverjum tíma.
  • Hópavinna, fræðsla og forvarnir er varða málaflokkinn.
  • Mikil samskipti og samvinna við hagsmunaaðila og samstarfsfólk.

Menntunar – og hæfniskröfur

  • Háskólapróf í félagsráðgjöf og starfsréttindi félagsráðgjafa á Íslandi.
  • Þekking og reynsla af stöfum í félagsþjónustu sveitarfélaga og/eða barnavernd er æskileg.
  • Reynsla af vinnu með börnum er kostur.
  • Áhugi á og reynsla af teymisvinnu.
  • Góð alhliða tölvu kunnátta.
  • Gott vald á íslensku í ræði og riti.
  • Frumkvæði og skipulagshæfni.
  • Fagleg og vönduð vinnubrögð.
  • Jákvæðni og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Hreint sakavottorð samkv. lögum og reglum.

Umsóknarfrestur er til og með 05.07.2024

Sótt er um á www.mognum.is

Með umsókn þarf að fylgja með ítarleg ferilsskrá auk staðfestra afrita af prófskírteinum, sem kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda. Við ráðningu eru jafnréttissjónarmið jafngild öðrum málefnalegum sjónarmiðum og hvetjum við áhugasama að sækja um óháð kyni og uppruna.

Dalvíkurbyggð áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum.
Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Samband íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.
Nánari upplýsingar veitir Sigríður Ólafsdóttir, sigga@mognum.is

 

Dalvíkurbyggð er sveitarfélag við utan verðan Eyjafjörð með metnaðarfulla framtíðarsýn og öflugt atvinnu – og menningarlíf. Umhverfið er öruggt og sérlega fjölskylduvænt með grunn – og leikskólum sem leggja meðal annars áherslu á virðingu og vellíðan. Náttúrufegurð er mikil og aðstaða til íþróttaiðkunar og hvers kyns útivistar er framúrskarandi.