Fráveita Dalvíkurbyggðar óskar eftir tilboðum í byggingu dælustöðvar, jarðvegsskipti og lagningu fráveitulagna og útrásar á hafnasvæði á Dalvík.
Helstu magntölur:
Stofnlagnir fráveitu um 130 m
Útrásarlögn um 400 m
Gröftur um 1.500 m³
Fylling um 1.000 m³
Mót um 330 m²
Stál um 7.000 kg
Steypa um 65 m³
Uppsetning stálgrindar,
pólyuretan vegg- og þakeiningar um 76 m²
Verkinu skal að fullu lokið fyrir 1. október 2008.
Útboðsgögnin verða afhent í Bæjarskrifstofum Dalvíkurbyggðar í Ráðhúsinu á Dalvík, frá og með fimmtudegi 5. júní nk. kl. 13:00.
Tilboðum skal skila á sama stað, eigi síðar en fimmtudaginn 19. júní n.k. kl. 13:00 og verða þau þá opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum, eða fulltrúum þeirra, sem þess óska.
Bæjartæknifræðingur Dalvíkurbyggðar