Í dag er fyrsti skóladagur í grunnskólum sveitarfélagsins, sumarfríinu er lokið og hin dags daglega rútína tekur við. Síðustu þrjú árin hefur fyrirtækið Dalpay gefið öllum skólabörnum í sveitarfélaginu, sem setjast á fyrsta bekk, skólatöskur ásamt öllum innkaupalistanum, nestiboxi og vatnsbrúsa. Í ár var engin undantekning þar á. Núna fyrir helgina mættu tilvonandi 1. bekkingar í höfuðstöðvar Dalpay þar sem þeir fengu afhentar nýjar skólatöskur með öllu tilheyrandi. Að vonum ríkti gleði og spenningur í hópnum og allir ánægðir með nýju töskurnar. Þetta er frábært framtak hjá Dalpay sem styður með þessum hætti myndarlega við foreldra og börn í Dalvíkurbyggð.