Meðlimir í stjórn Hollvinasamtakanna. Frá vinstri: Rúna Kristín Sigurðardóttir, Júlíus Júlíusson, Dagbjört Sigurpálsdóttir og Kristín Svava Stefánsdóttir.
Þann 3. apríl sl. afhentu Hollvinasamtök Dalbæjar heimilinu fyrstu gjöf samtakanna og veitti Elísa Ingvarsdóttir hjúkrunarframkvæmdarstjóri Dalbæjar gjöfinni móttöku frá Rúnu Kristínu Sigurðardóttur, formanni samtakanna.
Um er að ræða Carevo sturtubekk, en hann gengur undir nafninu bláa lónið. Tekur það við af eldri sturtubekk sem var orðinn úreldur og kominn vel til ára sinna. Heildarkostnaður gjafarinnar er um 750 þúsund kr.
Stjórn Hollvinasamtakanna þakkar félögum sínum fyrir þeirra framlag. Fjöldi félaga er um 160 og er það ósk stjórnar að fá enn fleiri félaga, til að geta stutt við heimilið enn frekar.
Hér fylgir með vísun á skráningarsíðu samtakanna.