Náttúrusetrið á Húsabakka býður upp á blómaskoðunarferð á „Degi hinna villtu blóma“ þann 18. júní nk. mæting er kl. 13:00 við Olís og genginn sem leið liggur göngustígurinn yfir í Hrísahöfða, hálfhring um Hrísatjörn. Gangan tekur um 2 tíma en leiðsögumaður er Hjörleifur Hjartarson.
Það eru samtökin Flóruvinir sem standa að degi hinna viltu blóma en ýmsar stofnanir styðja framtakið með sjálfboðavinnu, s.s. Ferðafélag Íslands, Útivist, Hólaskóli, Lanbúnaðarháskóli Íslands, Grasagarðurinn í Laugardal, Náttúrufræðisstofa Kópavogs, Náttúrusetrið á Húsabakka, Náttúrufræðistofnun Íslands, Náttúrufræðistofur landshlutanna og Umhverfisstofnun.