Covid-staðan í Dalvíkurbyggð

Covid-staðan í Dalvíkurbyggð

Þann 25. febrúar kl. 08:00, eru tölurnar í okkar sveitarfélagi eftirfarandi:
Í einangrun - 85 einstaklingar, 67 í póstnúmeri 620 og 18 í póstnúmeri 621.

Ný smit í gær voru 2.

542 einstaklingar í Dalvíkurbyggð hafa frá upphafi smitast af Covid sem gera u.þ.b. 28,9% íbúa sveitarfélagsins.

Þetta er vonandi síðasta útgáfa af póstnúmeraskránni varðandi tölfræði upplýsingar um Covid.
Ekki verður haldið neitt frekar utan um tölur í umdæmi Norðurlands eystra og því standa vonir til að þetta verði lokatölur.

Öllum samkomutakmörkunum vegna Covid-faraldursins hefur nú verið aflétt, bæði innanlands og á landamærunum. Þá hefur krafa um einangrun þeirra sem greinast smitaðir verið felld niður þó tilmæli séu áfram til þeirra sem smitast og hafa mikil einkenni, að þeir einangri sig í allt að 5 daga. Þetta er í annað sinn sem samkomutakmörkunum innanlands hefur verið aflétt en nú hefur skrefið verið tekið að fullu, og vonandi í síðasta sinn.

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum að aflétta öllum takmörkunum frá og með miðnætti aðfaranótt föstudagsins 25. febrúar og heyrir því grímuskylda, nándarregla, samkomubann og ýmsar aðrar takmarkanir sögunni til.

Ef einhverjar spurningar vakna er öllum áfram velkomið að hafa samband við undirritaða á irish@dalvikurbyggd.is eða í síma 460-4908.

Íris Hauksdóttir
Þjónustu- og upplýsingafulltrúi Dalvíkurbyggðar