Comeniusarheimsókn til Dalvíkur

Comeniusarheimsókn til Dalvíkur

Í september fengum við gesti frá samstarfskólum okkar í Comenius, bæði starfsfólk og nemendur.

Móttaka var á sal þar sem krakkarnir í 6. og 7. bekk ásamt nemendum úr tónlistarskólanum fluttu nokkur lög. M.a. lagið Óðurinn til gleðinnar með íslenskum texta sem nemendur sömdu sjálfir en það er lag verkefnisins og nemendur í samstarfskólunum  hafa allir samið texta við lagið á eigin tungumáli.
Gestirnir höfðu tækifæri til að upplifa ýmislegt meðan á dvölinni stóð. Fundað var um næstu skref verkefnisins síðan var heimsókn í bekki og tækifæri til að kynnast skólastarfinu og eins fengu þau líka tækifæri til að heimsækja leikskólana.  Eins var boðið upp á ýmsar uppákomur og ferðir  m.a hvalaskoðun sem lukkaðist sérstaklega vel. 4 hnúfubakar syntu með bátnum og síðan fengu allir tækifæri til að veiða fisk . Heimsókn á Mývatn og þar var m.a farið í Jarðböðin. Flestir fóru á hestbak fram í hesthúsum síðan var sungu Tjarnarhjónin í kirkjunni á Tjörn fyrir gestina og einning  var kynning á starfsemi hitaveitunnar á Dalvík og heimsókn á Byggðarsafnið.
Veðrið lék við gestina allan tímann og eru þau ákaflega þakklát og glöð yfir móttökunum skólanum og öllum þeim ævintýrum sem þau upplifðu hér.  Gestirnir voru heillaðir af nátturunni hér á Dalvík og eflaust eiga mörg þeirra eftir að koma aftur til Íslands.
Hvet ykkur til að skoða heimasíðu verkefnisins þar er hægt að fylgjast með öllum þeim framagangi verkefnisins  http://schule.explorarium.de
Einnig eru nokkrar myndir frá móttökunni hér.