Nýtt námskeið fyrir byrjendur hefst föstudaginn 3. febrúar hjá Skíðafélagi Dalvíkur. Námskeiðið stendur í fimm daga. Námskeiðið er ætlað fyrir börn fædd árið 2007 og fyrr. Skráning fer fram á skíðasvæðinu í síma 466 1010 eða á staðnum á opnunartíma fyrir kl. 17:00 fimmtudaginn 2. febrúar. Námskeiðsgjald er 9.000 kr. og er leiktímagjald innifalið í því. Um leið og börnin eru orðin sjálfbjarga í lyftur færast þau yfir í leiktímana sem boðið er uppá í allan vetur fyrir börn fædd 2006 og 2007 og eru sjálfbjarga í lyftur. Námskeiðsgjald greiðist í fyrsta tíma.
Nánari upplýsingar hjá Hörpu 866 3464 og Björgvin 897 1224.
Dalvíkurmót 11 ára og eldri.
Miðvikudaginn 1. febrúar n.k. verður Dalvíkurmót Intersports klárað en þá munum við keyra stórsvig í flokki 11 ára og eldri. Keppni hefst kl. 18:00 og skoðun 15-30 mínútum fyrir start. Ef að einhverjir sem ekki hafa nú þegar skráð sig vilja taka þátt þá er þeim hinum sömu bent á að senda tölvupóst á snator@internet.is