Brons fyrir

Brons fyrir

 

Laugardaginn 3.desember lögðu fjórir drengír úr félagsmiðstöðinni Tý í víking inn á Akureyri. För þeirra var heitið á stuttmyndakeppnina Stulli 2011 en sú keppni er á vegum Akureyrarbæjar. Drengirnir heita: Dagur Halldórsson, Dagur Atlason, Unnar Björn og Guðjón Óskar. Stulli er stuttmyndahátíð fyrir ungmenni á aldrinum 14-25 ára og eru búsett á norðurlandi. Alls voru 14 myndir skráðar til leiks og vorum við Dalvíkingar að taka þátt í fyrsta sinn. Mynd þeirra drengja ber heitið "hann vill bara knús" og er afar hnyttin. Hún hitti beint í mark hjá dómurum keppninnar og lentu drengirnir okkar í þriðja sæti. Til hamingju strákar.