Á næstu dögum verða gerðar breytingar á opnunartíma á gámasvæðinu á Dalvík. Ráðinn hefur verið starfsmaður til að leiðbeina bæjarbúum hvernig á að flokka sorp og aðstoða þá við losun.
Frá og með 1. október verður opnunartími gámasvæðisins eftirfarandi:
- Alla virka daga frá kl. 15:00 - 19:00
- Laugardaga frá kl. 11:00 - 14:00
- Sunnudaga er lokað
Svæðið verður lokað utan auglýsts opnunartíma.
Þessar breytingar kalla á breyttan hugsunarhátt og verða íbúar sveitarfélagsins að taka höndum saman og líta á þessar breytingar sem jákvætt skref í átt til réttrar flokkunar á sorpi sem er mikilvægt fyrir okkur og framtíðina. Vakin er athygli á því að gámasvæðið er ekki leikvöllur barna og unglinga. Þar leynast hættulegar gildrur og ekki síður hættuleg efni. Foreldrar eru því beðnir um að brýna það fyrir börnum sínum.