Dalvíkurbyggð auglýsir
Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar.
Bæjarstjórn Dalvíkurbyggðar auglýsir hér með tillögu að breytingu á aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 1992-2012 samkvæmt 2. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Breytingin felst í stækkun miðbæjarreits S5 vegna áforma um byggingu menningarhúss sunnan Ráðhússins.
Breytingartillagan verður til sýnis í Ráðhúsi Dalvíkurbyggðar frá og með 12. júní til 3. júlí 2007.
Þeim sem eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingartillöguna, eigi síðar en 3. júlí 2007. Skila skal athugasemdum á skrifstofu Dalvíkurbyggðar í Ráðhúsinu, Dalvík. Hver sá sem eigi gerir athugasemdir við breytingartillöguna fyrir tilskilinn frest telst samþykkur henni.
Byggingafulltrúi Dalvíkurbyggðar
Tillaga að deiliskipulagi miðbæjarreits S5 á Dalvík
Bæjarstjórn Dalvíkurbyggðar auglýsir hér með tillögu að deiliskipulagi miðbæjarreits S5 á Dalvík samkvæmt 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Unnið er að undirbúningi byggingar menningarhúss í miðbæ Dalvíkur og hefur því verið fundinn staður á suðurhluta lóðar Ráðhúss Dalvíkurbyggðar. Að þessu tilefni er gert deiliskipulag að svæðinu umhverfis Ráðhúsið. Miðað er við að svæðið tengist hafnarsvæðinu yfir Hafnarbraut og myndi með því samfellt bæjarumhverfi, sem nýtist við hátíðahöld og viðburði í miðbæ Dalvíkur.
Skipulagssvæðið er 1,48 hektarar að flatarmáli. Mörk þess eru sunnan við nýjar íbúðarlóðir við Kirkjuveg, meðfram norðurmörkum Kirkjuvegar, við austurjaðar Hafnarbrautar, meðfram lóðunum Hafnarbraut 2 og Goðabraut 3, við austurjaðar Goðabrautar og suðurjaðar Hólavegar að lóðamörkum heilsugæslustöðvar. Gerð er tillaga um breytingu á lóðamörkum Goðabrautar 3.
Skipulagstillagan verður til sýnis í Ráðhúsi Dalvíkurbyggðar frá og með þriðjudeginum 12. júní til þriðjudagsins 7. ágúst 2007.
Þeim sem eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við skipulagstillöguna. Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út þriðjudaginn 7. ágúst 2007. Skila skal athugasemdum á skrifstofu Dalvíkurbyggðar í Ráðhúsinu, Dalvík. Hver sá sem eigi gerir athugasemdir við breytingartillöguna fyrir tilskilinn frest telst samþykkur henni.
Byggingafulltrúi Dalvíkurbyggðar