Nú styttist í þá breytingu á gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur að í stað þess að selja magn (m3) af heitu vatni er farið að selja orku (kwst). Sama gjald er fyrir alla viðskiptavini hitaveitunnar sem er 2,30 kr/kwst.
Einnig hefur verið bætt við fleiri gjaldskrárliðum vegna mælaleigu sem tekur mið af stærð þeirra og afkastagetu. Þetta mun ekki hafa nein áhrif hjá flestum því mælaleigan hjá um 95% viðskiptavina verður sú saman og áður.
Þessi breyting á sölufyrirkomulagi sem nú er að eiga sér stað hefur verið á dagskrá hitaveitunnar nú í nokkur ár og var kynnt á almennum íbúafundi í Bergi 26. febrúar 2014.
Stefnt er á það að lesa reglulega af mælunum og því getur reikningsupphæð þeirra orðið nokkuð breytileg á milli tímabila.
Vinsamlegast athugið að þegar aflestur er tilkynntur inn þá þarf nú að skila honum í kwst, bæði úr glugga 1 og 2 á mæli, sjá eyðublað á heimasíðu.