Brautargengi - námskeið fyrir konur

Námskeið um gerð viðskiptaáætlana og stofnun og rekstur fyrirtækja

Fyrir hverja er Brautargengi?

Brautargengi er sérsniðið námskeið fyrir athafnakonur sem hafa viðskiptahugmynd sem þær vilja hrinda í framkvæmd. Þátttakendur skiptast í konur sem eru með fyrirtæki í rekstri og vilja bæta árangur sinn og konur með ýmsar hugmyndir á frumstigi sem þær vilja sjá hvort möguleiki er á að vinna með lengra.  Forkröfur varðandi rekstrarþekkingu eru engar, þ.e. þátttakendur þurfa ekki að hafa reynslu eða þekkingu á rekstri til þess að eiga erindi á námskeiðið.

Markmið

·           Þátttakendur ljúki við vinnu við eigin viðskiptaáætlun

·           Öðlist þekkingu á grundvallaratriðum við stofnun fyrirtækis

·           Fái hagnýta fræðslu á þeim þáttum sem lúta að fyrirtækjarekstri s.s. markaðsmálum, fjármálum og stjórnun

·           Þátttakendur fái tengsl við atvinnulífið í gegnum fyrirlesara, leiðbeinendur og aðra þátttakendur

Námsefni

·           Markviss uppbygging þátttakenda

·           Stefnumótun

·           Stjórnun og starfsmannamál

·           Markaðsmál

·           Fjármál

·           Tölvuvæðing og internetið

·           Hagnýt atriði við stofnun og rekstur fyrirtækis

Kennsluhættir

Fyrirlestrar, verkefnavinna og heimavinna. Þátttakendur fá einnig handleiðslu hjá starfsmönnum Impru

Hvar og hvenær?

Kennsla fer fram á Akureyri hjá Símey, Þórsstíg 4. Kennt er einu sinni í viku á miðvikudögum klukkan 12:30 - 17:00. 

Hámarksfjöldi þátttakenda er 15 konur.


Frekari upplýsingar

Ef frekari upplýsinga er þörf er hægt að nálgast þær á heimasíðu Impru, www.impra.is. Jafnframt er mögulegt að hafa samband við Fjólu Björk Jónsdóttur verkefnisstjóra í síma 460-7970.

Námskeiðsgjald er 30.000 kr.

Innifalið

·           Kennsla og leiðsögn

·           Hópeflisferð

·           Námsgögn

·           Verkefnamappa

·           Kaffi og meðlæti

·           Handleiðsla

Inntökuskilyrði

Meginskilyrði eru að þátttakandi hafi viðskiptahugmynd til að vinna með, hvort sem hún er á frumstigi eða lengra komin.  Þátttakendur geta einnig verið að hefja rekstur eða verið nú þegar í rekstri.  Þátttakandi skuldbindur sig til þess að vinna að gerð viðskiptaáætlunar sinnar í heimavinnu en gera má ráð fyrir að sá þáttur taki amk 10 klst. á viku.

Reynsla annarra

Þær eru komnar á fjórða hundraðið konurnar sem hafa lokið Brautargengisnámi síðan farið var að kenna það 1996.  Margar þeirra hafa stofnað fyrirtæki í kjölfarið og telja námskeiðið hafa ráðið úrslitum um stofnun þeirra.  Flestar telja sig mun hæfari stjórnendur eftir að hafa lokið Brautargengisnámi.  Einhverjar hafa lagt hugmynd sína til hliðar eftir að hafa skoðað hana nánar á námskeiðinu þar sem þeirra útreikningar bentu til að hugmyndin væri ekki arðsöm.

Vilt þú leggja af stað án þess að vera búin að reikna út grundvallaratriðin?

Skráning og nánari upplýsingar 

Næsta námskeið hefst miðvikudaginn 16. febrúar 2005. 

Kennt verður á miðvikudögum kl. 12:30 - 17:00  frá 23. febrúar - 1. júní 2005

Umsóknareyðublöð eru  á vefsíðu  Impru, http://www.impra.isog einnig er þér velkomið að hafa samband með tölvupósti fjolaj@iti.is eða hringja í síma 460 7970.

Verkefnisstjóri:

Fjóla Bjórk Jónsdóttir

fjolaj@iti.is

Ef þú lumar á góðri viðskiptahugmynd sem þig langar að þróa áfram, kanna möguleika á að hrinda í framkvæmd, læra um stofnun og rekstur fyrirtækja og læra að koma hugmyndum þínum á framfæri er BRAUTARGENGI fyrir þig.

Þú vinnur með hugmyndina þína, skrifar heildstæða VIÐSKIPTAÁÆTLUN undir leiðsögn sérfræðinga og lærir um stofnun og rekstur fyrirtækja. 

BRAUTARGENGI er 75 tíma námskeið sem kennt er einu sinni í viku, samtals í 15 vikur eða 5 tíma í senn. 

Láttu það eftir þér að vinna með þínar eigin hugmyndir og hrintu þeim í framkvæmd.  Það gerir það enginn fyrir þig!

Fjöldi kvenna hefur stofnað eigin fyrirtæki eftir að hafa stundað BRAUTARGENGISNÁMIÐ.  Flestum finnst þær hæfari til að reka eigið fyrirtæki og flestar telja að námið hafi skipt nokkru eða miklu máli fyrir það hvort þær hefðu stofnað fyrirtæki í kringum hugmyndir sínar eða ekki.

 

Impra nýsköpunarmiðstöð - Iðntæknistofnun

Borgum við Norðurslóð, 600 Akureyri

S: 460-7970   Fax: 460-7971

www.impra.is

www.iti.is

 

Frétt tekin af heimasíðu Atvinnuþróunarfélags Eyjarfjarðar