Böggvisstaðahringur – framkvæmdir

Böggvisstaðahringur – framkvæmdir

Nú eru að hefjast framkvæmdir sem munu hafa tímabundin áhrif á aðgengi og umferð um Böggvisstaðaafleggjara og Böggvisstaðahring. Á meðan á framkvæmdum stendur mega íbúar eiga von á lokunum eða takmörkunum á umferð.
Annars vegar er Rarik að fara að plægja tvo háspennustrengi frá aðveitustöð í landi Hrísa norður og upp fyrir Dalvík. Annar strengurinn er með viðkomu í spennistöð við Lynghóla og fer þaðan að spennistöð við Sæplast. Hinn jarðstrengurinn fer upp að línuenda Dalvíkurlínu, þar sem loftlína tengist við núverandi jarðstreng milli Dalvíkur og Ólafjarðar, og leggst þá núverandi loftlína af.
Strengirnir eru lagðir meðfram Böggvisstaðaafleggjara alveg að Böggvisbraut, upp sunnan við Skógarhóla, til norðurs ofan við þéttbýlið og niður sunnan við Brimnesá að Sæplast.
Við strenglagninguna ofan við Dalvík verður farið eftir núverandi göngustígum og tækifærið nýtt til þess að jarðvegsskipta þar sem þarf til að gera stígana aðgengilegri og auðveldari yfirferðar.

Á sama tíma er Dalvíkurbyggð að láta setja upp götulýsingu meðfram Böggvisstaðaafleggjara, breikka aðeins afleggjarann og jafna.
Setja á upp 8 nýja ljósastaura þannig að eftir að framkvæmdum lýkur verður hægt að nýta allan hringinn óháð dagsljósi.

Áætlað er að framkvæmdum á Böggvisstaðahring ljúki fyrir miðjan október og framkvæmdum á göngustígum ofan við Dalvík aðeins síðar.