Björgvin Björgvinsson í góðum gír

Lokamót í Evrópubikarnum á skíðum fór fram í Crans Montana sl. sunnudag. Björgvin Björgvinsson keppti í svigi og varð í 19. sæti samanlagt, en hann náði fimmta besta tímanum í seinni ferðinni og er þetta er hans besti árangur í svigkeppni í Evrópubikar. Aðstæður til keppni voru erfiðar, 12 stiga hiti og brautin grófst mikið.

Urs Imboden sigraði, Hannes Brenner varð í öðru sæti og Kiljan Albrecht í því þriðja.

Frétt fengin af www.dagur.net