Skíðakappinn Björgvin Björgvinsson hafnaði í 24. sæti heimsbikarmótsins í svigi, sem fram fór í Zagreb í Króatíu sl. þriðjudag, en hann var með rásnúmer 67 af 75 keppendum.
Björgvin náði góðum tíma í fyrri ferðinni og var í 20. sæti, 1,40 sek á eftir fyrsta manni. Björgvin fór fyrri ferðina á 55.32, en á 1.01.25 í þeirri seinni. Samanlagður tími Björgvins var því 1.56.57, en sigurvegarinn, Jean-Baptiste Grange, var með heildartímann 1.53.31.
Þetta skilaði Björgvini í 25. sætið, en þar sem Andre Myhrer frá Svíþjóð var dæmdur úr leik, færðist Björgvin upp um eitt sæti.
Það er óhætt að segja að það sé glæsilegur árangur hjá Björgvin að ná þeim áfanga að komast á meðal 30 bestu. Síðast þegar Íslendingur náði í topp 30 í heimsbikarkeppni var í mars árið 2000 í Bomio þegar skíðamaðurinn Kristinn Björnsson frá Ólafsfirði, varð í 18. sæti
Næst verkefni Björgvins er keppni í Adelboden um helgina.
Frétt fengin af www.dagur.net