Í dag er hann Bjarki Freyr 5 ára. Af því tilefni bjó hann sér til glæsilega kórónu og afmælissöngurinn var sunginn fyrir hann. Þá skellti Bjarki sér í Bíó í Bergi á myndina Ávaxtakörfuna með hinum leikskólabörnunum, hitti yngri systur sína af Krílakoti þar og settist auðvita við hennar hlið og skemmti sér konunglega yfir myndinni Þegar komið var heim á leikskólann á ný bauð Bjarki síðan börnunum upp á ávexti og flaggaði íslenska fánanum í tilefni dagsins í dæmigerðri íslenskri vetrar veðráttu Við óskum elsku Bjarka Frey okkar og fjölskyldu hans innilega til hamingju með afmælið.